Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...



Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun

Á sama tíma og heimsmarkaðsverð á matvælum er í hæstu hæðum birtist ný grein þar sem sýnt er fram á það enn og aftur, að hnattræn hlýnun muni í heildina hafa neikvæð áhrif á landbúnað og fæðuframleiðslu manna í heild. Rannsóknin sýnir að við 1°C hlýnun þá mun framleiðsla á maís í Afríku dragast saman.

David Lobell (Lobell o.fl. 2011) og meðhöfundar greindu gögn á yfir 20 þúsund tilraunum með maísuppskeru sem gerðar voru víðsvegar í Afríku milli áranna 1999 og 2007. Þessar tilraunir voru upphaflega hannaðar til að kanna ný afbrigði af maís og eru þær sérstaklega notadrjúgar til loftslagsrannsókna vegna þess hversu dreifðar þessar tilraunir voru og náðu yfir fjölbreytilegt umhverfi víðsvegar um álfuna. Með samanburði við niðurstöðum tilraunanna og upplýsingum frá veðurstöðvum gátu höfundar fundið tengsl milli hlýnunar, úrkomu og uppskerubrests.

Helst kom á óvart að maísplantan, sem er óvenju hitaþolin, skyldi sýna jafn mikinn uppskerubrest við hækkun hitastigs yfir 30°C. Á stöðum þar sem vökvun var ákjósanleg, þá þýddi gráðuhækkun í sólarhring yfir 30°C að uppskera minnkaði um 1%. Þar sem aðstæður voru sambærilegar og í þurrkum þá minnkaði uppskeran enn frekar, eða um 1,7% að auki við hverja gráðu yfir 30°C.

Höfundar reiknuðu að auki út áhrif þess á uppskeru ef meðalhiti uppskerutímans myndi hækka um 1°C við ákjósanlegar aðstæður og við þurrk aðstæður, sjá mynd:

Mynd 1 -mat líkans á áhrifum 1°C hlýnun á uppskeru þar sem hitastig er ákjósanlegar (græn lína) og við þurrk aðstæður (rauð lína). Skyggðu svæðin sýna áætlað 95% öryggisbil.

Í lok rannsóknarinnar var kannað hvaða áhrif aukning um 1°C gæti haft á fæðuframleiðsu í Afríku. Í ljós kom að sum af kaldari svæðum Afríku myndu hagnast af hækkun hitastigs, en að meirihluti myndu verða hart úti. Við ákjósanlegar aðstæður vökvunar þá myndi uppskera minnka á 65% þeirra svæða þar sem maísrækt fer nú fram. Við þurrk skilyrði þá myndi hnignun verða á öllum svæðum og yfir 20% hnignun á 75% svæðanna.

Vegna þess hversu umfangsmiklar tilraunirnar voru og landfræðileg dreifing þeirra, þá veitir þessi rannsókn okkur besta sýn, hingað til, á það hvernig maísuppskera mun farnast við hlýnandi loftslag. Svæði eins og Mið- og Suður Ameríka, þar sem maís er fastur liður í fæðu íbúa eru líkleg til að verða hart úti við hækkandi hita og minnkandi uppskeru.

Hamarshöggin sem þú heyrir er enn einn naglinn sem negldur er í kistu þeirra raka sem segja þetta er ekki svo slæmt: þetta er svona slæmt.

Translation by Hoskibui. View original English version.



The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us