Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?

Það sem vísindin segja...

Samanburður á gögnum er varða leitni hitastigs frá þeim stöðvum sem voru teknar út og frá þeim stöðvum sem haldið var inni í gagnaröðinni sýnir að stöðvarnar sem voru teknar út eru með örlítið lægri hitaleitnilínu. Fækkun veðurstöðva (þar sem færri stöðvar eru tiltækar) hefur raunverulega orðið til þess að leitni hitastigs er aðeins minni en ella, en munurinn er hverfandi síðan 1970.

Röksemdir efasemdamanna...

Tveir amerískir rannsóknaraðilar staðhæfa að vísindamenn bandarískra stjórnvalda hafi skekkt leitni hitastigs á heimsvísu með því að hunsa mælingar frá þúsunum veðurstöðva um allan heim, sérstaklega þá á stöðum hærra yfir sjávarmáli og á hærri breiddargráðum, eins og t.d. norður í Kanada. (Vancouver Sun)

Stofnanirnar NOAA og NASA fá hitastigsgögn frá Global Historical Climatology Network (GHCN). Snemma á 10. áratugnum, fækkaði veðurstöðvum á lista GHCN nokkuð. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé meðvituð herferð til að fjarlægja kaldari veðurstöðvar til að hækka hitaleitnina. Þessi hugmynd hefur verið drifinn áfram af Joseph D'Aleo og Anthony Watts í skýrslu sem hægt er að nálgast á vefnum, Surface Temperature Records: Policy Driven Deception. Upphaflega stóð í skýrslunni, "Það hefur orðið alvarleg kerfisbundin villa við það að fjarlægja stöðvar hátt yfir sjávarmáli, á hærri breiddargráðum og í dreifbýli, sem leiðir til alvarlegs ofmats á leitni hitastigs." Þessi texti hefur verið fjarlægður úr síðustu útgáfum skýrslu þeirra. Samt sem áður þá er hugmyndinni um að stöðvar sem voru fjarlægðar hafi valdið falskri hitaleitni áfram haldið á lofti í bloggheimum (t.d. oft í athugasemdum á Skeptical Science).

Hvers vegna eru núna færri stöðvar í hitastigsmælingum? Fjöldi áþreifanlegra veðurstöðva sem skila hitastigsgögnum hefur fækkað, sumar af eldri stöðvunum eru ekki lengur aðgengilegar í rauntíma (NOAA). Í raun er hið skynjaða "drop-off" gert verra, því í raun hefur NOAA verið að bæta sögulegum gögnum inn í GCHN gagnabankann, frá eldri veðurstöðvum sem ekki eru lengur með, í viðleitni til að afla enn víðtækari gagna um fortíðina.

Aðalatriðið varðandi þetta mál, er hvort að fækkun veðurstöðva hafi haft áhrif á hitaskráninguna. Skýrsla D'Aleo gerir enga slíka greiningu. Þrátt fyrir það, þá hafa verið gerðar nokkrar óháðar greiningar, þar sem reynt er að nálgast einmitt þá spurningu. Fyrsta greiningin var gerð af Tamino frá Open Mind sem greindi hitastigsgögn frá veðurstöðvunum sem höfðu verið teknar út úr GHCN skráningunni (merkt pre-cutoff). Hann bar þær stöðvar svo saman við þær stöðvar sem var haldið í röðinni (merkt post-cutoff).


Mynd 1: Hitastigsgögn fyrir stöðvar sem duttu út (blá lína) samanborið við þær stöðvar sem urðu eftir (rauð lína)
(Open Mind).

Það sem er athyglisvert við þetta graf, er ekki aðeins það að það er tiltölulega lítill munur á ferlunum tveimur, heldur einnig það að veðurstöðvarnar sem voru teknar út sýna hærri hitaleitni en þær sem héldust inni. Þetta er ekki neitt sem kemur á óvart, þegar tekið er tillit til þess að margar af stöðvunum sem duttu út, koma frá stöðum á hærri breiddargráðum. Þrátt fyrir að stöðvar á þeim svæðum hafi kaldari raun hita, þá sýna þær hærri hitaleitni. Þetta er m.a. vegna svokallaðrar pólar-mögnunar, þar sem hlýnun við miðbaug er minni en hlýnun við pólana, sem er vegna ýmissa áhrifa, m.a. magnandi svörunar vegna breytingar í endurvarpi frá ís og snjó.

Óháð greining var einnig gerð af Clear Climate Code, sem bar einnig saman hitastigsgögn fyrir stöðvarnar sem duttu út og þær sem haldið var inni. Hann setti einnig inn ferla til að bera saman langtíma hlýnun fyrir bæði tilfellin af stöðvum.

dropped_clearclimatecode_pre_post
Mynd 2: Hitagögn "fyrir 1992 / eftir 1992 stöðarnar" frá
“The 1990s station dropout does not have a warming effect” (Clear Climate Code)

Svipað og í niðurstöðum Tamino, þá fann Clear Climate Code út að á stöðvarnar sem duttu út höfðu hærri hitaleitnin en þær stöðvar sem haldið var inni. Munurinn virðist að stóru leiti vera vegna fráviks í eldri gögnum frá 19. öld. Samt sem áður, þá gerðu þeir einnig ferla fyrir leitni síðustu 30 ára fyrir báða ferlana. Hitaleitnin fyrir 1962 til 1992 fyrir stöðvunum sem duttu út er nánast eins og hitaleitnin fyrir 1979 til 2009 fyrir stöðvarnar sem héldust inni.

Svona til  að hafa góðan samanburð, þá er hér önnur óháð greining sem var gerð var af Zeke Hausfather á The Blackboard (það eru fleiri sem hafa fengið sömu niðurstöðu, en ég vil ekki að þessi færsla verði of einhæf):


Mynd 3: Samanburður á skráningum á stöðvum sem voru með og duttu út árið 1992
(The Blackboard).

Ástæðan fyrir veðurstöðvunum sem "duttu" út, er einfaldlega sú að þær stöðvar voru ekki lengur virkar í söfnun hitastigsgagna. Það sem er aftur á móti mikilvægast í þessu sambandi er að stöðvarnar sem duttu út valda ekki falskri hækkaðri hitastigsleitni.  Í raun þá er hið gagnstæða raunin, þar sem brottnám stöðva frá hærri breiddargráðum hefur í för með sér örlitla kólnunarleitni (miðað við öll gögnin) síðan 1880. Munurinn á hitastigsleitninni eftir 1970 er hverfandi.

Translation by Svatli, . View original English version.The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us