Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Miðaldabrellur

Höfundur Mark Richardson

Hokkíkylfan er víðfræg í heimi loftslagsbreytinga, en efasemdamenn eiga þó sín eigin línurit sem þeir segja að sýni fram á að hún sé röng. Eitt af þeim vinsælli er línurit frá árinu 1990 sem tekið er úr IPPC skýrslu, sem sýnir hlýnun miðalda.


Mynd 1 - Mat fyrstu úttektar IPCC á hitabreytingum í Evrópu frá árinu 900.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig línuritið leit út í "heimildamynd" Durkin, The Great Global Warming Swindle:

Medieval Warm Period from Great Global Warming Swindle
Mynd 2 – Sama mynd og ofan, lítillega breytt fyrir The Great Global Warming Swindle.

Niðurstaða nýjustu rannsókna benda til að miðaldarhlýnunin hafi að meðaltali verið kaldari en hún er í dag, en myndir eins og The Great Global Warming Swindle, bloggsíður og hugmyndabankar (e. think tanks) olíuiðnaðarins segja annað - byggt á myndum eins og þessum. Svo virðist sem þessar myndir séu byggðar á mynd sem birtist í grein eftir Lamb 1965:

Central England Temperature 

Gögnin eru fyrir mið England og eftir 1680 þá er notað 50 ára meðaltal á hitamælingum HadCET. Sem betur fer hafa mælingar haldið áfram frá því þessu línuriti lauk (um 1920), þannig að við getum fundið hvar NÚ er í raun og veru. Á mynd 4 sjáum við HadCET með 10 ára meðaltali (punktalína) og 50 ára meðaltali (heil lína). Við framlengjum 50 ára meðaltalið og þá kemur í ljós að hitastig nú er um 0,35°C meira en í síðasta punkti Lamb. En þar sem hlýnun jarðar jókst gríðarlega upp úr 1980 þá vantar töluvert upp á að það sýni rétta mynd, miðað við stöðuna í dag. Því er gott að hafa til samanburðar 10 ára meðaltal og þá sjáum við að hitastigið hefur aukist um sirka 1°C frá síðusta punkti Lamb.

HadCET data since 1680 with 10 year and 50 year running mean
Mynd 4 - HadCET gögn frá árinu 1680, með 10 ára hlaupandi meðaltali (punktalína) og 50 ára hlaupandi meðaltali (heil lína).

Ef skoðuð er aftur mynd 2, þá er merkt inn hægra megin með stórum stöfum NOW og svo virðist vera sem að sú mynd sé í raun að segja okkur að núverandi hitastig sé hið 50 ára meðaltal með miðgildi á öðrum áratug 20. aldar. Þar sem við lifum á 21. öldinni þá er það svolítið kjánalegt. Hér fyrir neðan eru merkt inn tvö NOW. Hið neðra sýnir nýjasta 50 ára meðaltal og hið efra sínir nýjasta 10 ára meðaltal:

HadCET temperature compared to current temperature
Mynd 5 – Hvar erum við nú? Neðri línan sem merkt er NOW sýnir hvar við erum miðað við nýjasta 50 ára hlaupandi meðaltal. Efri sýnir aftur á móti hvar við erum miðað við 10 ára meðaltal.

The Great Global Warming Swindle og flestar efasemdaheimildir sem sýna þessa mynd og segja að miðaldarhlýninin hafi verið heitari en hitinn er í dag, eru ekki að sýna heildarmyndina. Þær eru að sýna, að á mið Englandi var hlýrra í kringum árið 1200 heldur en það var árið 1920 - í raun eru þessar heimildir einnig að sýna að síðasti áratugur er heitari en hvaða 50 ára tímabil línuritsins, að meðtöldu miðaldarhlýnuninni.

Margar samskonar myndir eru í hávegum hafðar á efasemdasíðum, en þessi mynd er einstaklega uppfræðandi, þar sem hún sýnir þrjú af algengustu brellunum við að fela hlýnunina. Fyrsta brellan er að fela hitastigskvarðann og/eða gildi hitastigsins. Önnur brellan er að velja eitt svæði og sú þriðja er að klippa í burtu eða hunsa mælingar sem sýna undanfarna hlýnun.

Það virðist vera til töluvert af dæmum frá ýmsum svæðum heims þar sem hlýrra var á miðöldum og á meðan flestar rannsóknir benda til að hnattrænt séð, sé hlýrra nú en þá, þá er ljóst að vísindamenn halda áfram að kanna þann möguleika (ef það var hlýrra, þá myndi það benda til að jafnvægisvörun væri hærri). Það er þó mikilvægt að vega og meta sönnunargögn sem að manni er rétt - þau geta verið misvísandi eins og dæmin sanna.

Translation by Hoskibui. View original English version.The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us