Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Kolefnissamsætur í kóröllum

Frá upphafi iðnbyltingarinnar þá hefur styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu aukist um nærri 40%. En ætli það sé tilviljun að þessi styrkaukning sé að verða á sama tíma og við mennirnir höfum losað milljarða tonna af CO2 út í andrúmsloftið?

Til að skoða orsakir fyrir þessari styrkaukningu þá mæla vísindamenn styrk mismunandi kolefnissamsæta í loftinu. Algengasta kolefnissamsætan er kolefni 12 (12C) en hún finnst í um það bil 99% af öllu CO2 í andrúmsloftinu. Kolefni 13 (13C), sem er lítils háttar þyngri samsæta, finnst í meirihluta þess 1 % CO2 sem út af stendur. Plöntur nota mun frekar kolefni 12, heldur en kolefni 13. Það þýðir að hlutfall kolefnis 13 og kolefnis 12 er minna í plöntum en í andrúmsloftinu. Jarðefnaeldsneyti er í grunnin úr plöntuleifum og ef ástæða styrkaukningar CO2 í andrúmsloftinu er vegna bruna þess, þá ætti hlutfallið á milli 13C og 12C að minnka.

Í raun er það nákvæmlega það sem mælingar sýna. Mælingar á kolefnissamsætum í andrúmsloftinu sýna að hlutfallið á milli 13C og 12C (einnig oft táknað sem δ13C) hefur minnkað stöðugt undanfarna áratugi (Ghosh 2003).

Þessi gögn ná þó eingöngu aftur til níunda áratug síðustu aldar, en sem betur fer gefa kórallar okkur glugga aftur í andrúmsloft fortíðar. Í greininni Evidence for ocean acidification in the Great Barrier Reef of Australia (Wei o.fl. 2009), er sagt frá rannsóknum þar sem boraðir voru kjarnar úr kóröllum við Arlington kóralrifið, sem er í miðju kóralrifinu mikla (the Great Barrier Reef) við austurströnd Ástralíu. Fyrir vikið náðu þeir að mæla δ13C aftur til ársins 1800. 

Ratio of Carbon-13 to Carbon-12 in Great Barrier Reef coral
Mynd 1: Breyting í δ13C (hlutfall 13C/12C ) í Arlington kóralrifinu.

Það kom í ljós að hlutfall 13C og 12C var nokkuð stöðugt mestan hluta síðustu tveggja alda. Upp úr miðbik síðustu aldar byrjaði hlutfallið síðan að falla og hefur fallið stöðugt síðan. Aukin losun á gróðurhúsalofttegundinni CO2 með bruna jarðefnaeldsneytis hefur því ekki eingöngu aukið styrk CO2 í andrúmsloftinu, heldur einnig breytt hlutfallinu δ13C.  

En sagan er ekki öll sögð. Við styrkaukningu CO2 í úthöfunum þá fellur pH gildi (sýrustig) sjávar. Sumar lykillífverur sjávar, líkt og smásæir kalkþörungar og kórallar, eiga í erfiðleikum með kalkvöxt þegar sýrustigið fellur. Kjarnarnir úr kórallinum í Arlington kóralrifinu sýndi einnig mælingar á breytingum í bóron samsætum (δ11B), sem er ákveðinn vísir á sýrustigslækkun sjávar. Jákvæð fylgni milli δ11B og δ13C staðfestir að súrnun sjávar er nátengt losun CO2 út í andrúmsloftið af mannavöldum, við bruna jarðefnaeldsneytis.

Þannig að segja má að bruni jarðefnaeldsneytis sé bæði orsök hlýnunar Jarðar (sem veldur bleikingu kóralla e. coral bleaching) og súrnun sjávar. Að auki er niðurstaða greinarinnar sú að bleiking kóralla getur orðið sú að minnka sýrustig sjávar enn frekar. Útlitið er því ekki gott fyrir kórallana.

Translation by Hoskibui. View original English version.The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us